VERSLUN
& ÞJÓNUSTA

Hlíðarendabyggð leggur kapp á að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í hverfinu. Hönnun hverfis gefur kost á fjölbreyttu mannlífi þar sem öll nauðsynleg þjónusta er í nærumhverfi. Séraðkoma og bílastæði er fyrir verslunar- og þjónusturými og bílastæði viðskiptavina í götustæðum. Breiðar gangstéttir með aðskildum hjólastígum bjóða upp á ýmsa möguleika.