MENNING.
FJÖLBREYTT.
LIFANDI.

Nýtt hverfi með nýrri hönnun, hugsun og lausnum. Borgarumhverfi þar sem saman fer búseta í miðborg og allri þjónustu í nærumhverfi.

Ég hef áhuga

Miðborgin og stærstu vinnustaðir landsins, Landspítalinn, stóru háskólarnir og stjórnsýsla eru í göngu- eða hjólafæri, enda landsvæði Vatnsmýrar og Kvosar á flötu landi þar sem veðursæld er mest í Reykjavík. Nýtt kerfi borgargatna sem gera gangandi-, hjólandi- og akandi umferð jafnt undir höfði. Útivistarpardísirnar Öskjuhlíðinni og Nauthólsvík er í næsta nágrenni og er Hlíðarendareitur nú þegar tengdur umhverfi sínu með þremur undirgöngum og einni göngubrú.

Nærri 800 íbúða byggð mun rísa næstu 3 árin í láreistri byggð þar sem í boði verða fjölbreyttar íbúðagerðir og stærðir. Stefnt er að því að á jarðhæðum við aðalgötur skapist mengi allrar þeirrar grunnþjónustu sem íbúar hverfisins þurfa daglega að nýta, s.s. dagvöruverslun, apótek, bakarí, hárgreiðslustofa, efnalaug og flóra veitinga- og kaffihúsa svo eitthvað sé nefnt.

Öskjuhlíð
Churches reflection Iceland
Beautiful aerial view of Reykjavik city, Iceland.
Port in Reykjavik, Iceland on sunny autumn day

Verslun &
ÞJÓNUSTA

Öll verslunar- og þjónusturými hafa sér aðkomu og bílastæði í bakrýmum, bílastæði viðskiptavina er í götustæðum. samtals 7.000 fermetrar á jarðhæðum í 6 framhliðum

Skoða nánar

BLÖNDUÐ
Byggð

Miðbæjarþema með fjölbreyttri þjónustu s.s. dagvöruverslanir, bakarí, apótek, hágreiðslustofur og flóru kaffi/veitingahúsa.

Ég hef áhuga

„Urban living“

Hugtakið hefur ekki fengið góða íslenska þýðingu en skilgeinir umhverfi og sambúð fjölbreytts hóps af fólki, atvinnustarfsemi og menningar í þéttbýlu umhverfi.

Búseta og þarfir fólks eru í einni heild í nærumhverfinu þar sem hægt er að sækja vinnu, verslun, afþreyingu, menningu og alla nauðsynlega daglega þjónustu.

“Litla Kaupmannahöfn”

Flatlendi Vatnmýrarinnar, áfram meðfram Tjörninni inn í Kvosina, hafnarsvæðið, Grandinn og áfram allt eyðið út að Seltjarnarnesi hefur stundum verið líkt við miðborg Kaupmannahafnar. Hér er miðkjarni borgarinnar með sístækkandi íbúðarhverfum, báðum stóru háskólunum, allri stjórnsýslu bæði borgar og ríks, Landspítalanum og kjarna hótel-, veitinga, verslunar- og ferðamannaþjónustu landsins. Öll þessi starfsemi er á landsvæði, sem er annað hvort í göngu- eða hjólafæri. Búseta innan þessa svæðis fyrir þá sem einnig sækja vinnu sína innan svæðisins er bæði hentug, sparar ferðatíma og fjármuni í rekstri á einkabíl.