Miðborgin og stærstu vinnustaðir landsins, Landspítalinn, stóru háskólarnir og stjórnsýsla eru í göngu- eða hjólafæri, enda landsvæði Vatnsmýrar og Kvosar á flötu landi þar sem veðursæld er mest í Reykjavík. Nýtt kerfi borgargatna sem gera gangandi-, hjólandi- og akandi umferð jafnt undir höfði. Útivistarpardísirnar Öskjuhlíðinni og Nauthólsvík er í næsta nágrenni og er Hlíðarendareitur nú þegar tengdur umhverfi sínu með þremur undirgöngum og einni göngubrú.
Nærri 800 íbúða byggð mun rísa næstu 3 árin í láreistri byggð þar sem í boði verða fjölbreyttar íbúðagerðir og stærðir. Stefnt er að því að á jarðhæðum við aðalgötur skapist mengi allrar þeirrar grunnþjónustu sem íbúar hverfisins þurfa daglega að nýta, s.s. dagvöruverslun, apótek, bakarí, hárgreiðslustofa, efnalaug og flóra veitinga- og kaffihúsa svo eitthvað sé nefnt.